BH-A og Víkingur áfram efst í Keldudeildinni
Keppni hélt áfram í Keldudeildum karla og kvenna laugardaginn 13. febrúar og fóru fram leikir í 7. og 8. umferð. Leikið var í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi.
A-lið BH er efst í Keldudeild karla eftir 8 umferðir, en liðið hefur 16 stig og er ósigrað. Víkingur-A hefur 14 stig. KR-A er með 10 stig, HK-A hefur 6 stig, Víkingur-B er með 2 stig og HK-B hefur ekkert stig. Hvort BH-A eða Víkingur-A verður deildarmeistari ræðst því í síðustu leikjunum, sem verða leiknir 10. apríl. Þá mætast þessi lið m.a. innbyrðis.
Í Keldudeild kvenna er leikin þreföld umferð í deildinni að þessu sinni og er aðeins ein umferð eftir að loknum leikjum dagsins. Víkingskonur eru efstar að loknum átta umferðum en þær hafa 14 stig. KR-A er í 2. sæti með 12 stig, BH hefur 4 stig og KR-B með 2 stig. Víkingur og KR-A mætast í lokaumferðinni þann 10. apríl og þá ræðst hvort liðið verður deildarmeistari.
Úrslit úr leikjum dagsins:
Karlar
- BH-A – HK-B 3-0
- KR-A – Víkingur-B 3-0
- Víkingur-A – HK-A 3-0
- HK-A – KR-A 1-3
- HK-B – Víkingur-A 0-3
- Víkingur-B – BH-A 1-3
Konur
- KR-B – KR-A 0-3
- Víkingur – BH 3-0 (BH gaf leikinn)
- Víkingur – KR-B 3-0
- BH – KR-A 0-3 (BH gaf leikinn)
Öll úrslit verða fljótlega birt á vef deildarinnar á Tournament Software, sjá https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=509E4209-D195-4D45-BA48-7EE5FA3F4D18
Einnig verða úrslitin sett inn í lista yfir umferðir í deildinni, hægra megin á síðunni: https://bordtennis.is/umferdarodun-keldudeildar-karla-og-kvenna/
Síðustu leikirnir í deildinni fyrir úrslitakeppnina fara fram laugardaginn 10. apríl í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi.