Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Dómaragreiðslur, dómarapróf og dómarar óskast

Borðtennissambandið hefur ákveðið að ráðast í átak í dómaramálum. Dómarar með landsdómararéttindi eða alþjóðadómararéttindi munu fá greiddar 500 krónur fyrir hvern dæmdan leik í deildakeppnum BTÍ og á Íslandsmótum út tímabilið. Leiðbeiningar vegna greiðslna er að finna í „dómarahorninu“ efst á þessari síðu. Þrátt fyrir hóflega upphæð vonum við að þóknunin verði dómurum hvatning til að rækta sitt starf.

Þann 10. febrúar verður haldið landsdómarapróf. Nákvæmari tímasetning og staðsetning verður auglýst þegar nær dregur. Prófað verður upp úr reglum ITTF, glærupökkum 1-2 og dómarahandbók ITTF. Allt efni til prófs má finna undir flipanum „dómarahornið“ efst á þessari síðu.

Að lokum er óskað eftir dómurum til að dæma í 1. og 2. deild 23.-24. janúar sem fer fram í TBR-húsinu við Gnoðarvog. Æskilegt er að dómarar geri boð á undan sér á [email protected] en það er þó ekki nauðsynlegt. Athugið að engir áhorfendur verða leyfðir. Tímaáætlun deildakeppninnar komandi helgi má finna hér.

Aðrar fréttir