Fimm nýir landsdómarar
Í kvöld var haldið landsdómarapróf í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Fimm dómarar stóðust prófið og óskar Borðtennissamband Íslands þeim til hamingju með landsdómaratitilinn.
Það er sérstaklega ánægjulegt að nefna að þrír dómaranna koma frá Garpi, og eru það fyrstu borðtennisdómarar Garps í borðtennissögunni. Aðrir dómarar sem náðu prófi eru úr Dímon og Selfossi.
Borðtennismenn hlakka til sjá þessa nýju dómara spjara sig í hlutverkinu. Vonandi gefst kostur til þess strax næstu helgi þegar Íslandsmótið í borðtennis fer fram.