Kári endurkjörinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ
Á Íþróttaþingi ÍSÍ um helgina var kosið í framkvæmdastjórn hreyfingarinnar. Kári Mímisson, borðtennismaður, sem var í framboði ásamt átta öðrum varð efstur í kjörinu með 135 atkvæði af 145 mögulegum en alls voru sjö kosnir í framkvæmdastjórn.
Við óskum Kára til hamingju með kjörið en þetta er annað kjörtímabíl hans. Fyrir tveimur árum fór hann inn í framkvæmdastjórn sem formaður íþróttamannanefndar. Kári hlaut gullmerki BTÍ á ársþingi um síðustu helgi.
Lesa má um kosningu í framkvæmdastjórn á vef ÍSÍ en á þinginu var Willum Þór Þórsson kjörinn forseti ÍSÍ en til gamans má geta að Willum æfði borðtennis með KR sem ungur maður.
Kári í ræðustól á þinginu