Kristján Ágúst og Guðbjörg Vala hækkuðu mest á styrkleikalistanum
Kristján Ágúst Ármann, BH, hækkaði mest allra á styrkleikalista BTÍ frá 1. júlí 2023 til 1. júní 2024 en hann bætti sig um 343 stig á milli ára. Þorbergur Freyr Pálmarsson, BH, hækkaði næstmest á listanum, en hann bætti sig um 226 stig á milli ára, en Þorbergur var sá sem hækkaði mest á listanum árið á undan þegar hann hækkaði um 240 stig. Eiríkur Logi Gunnarsson, KR, kom þar á eftir, en hann bætti sig um 220 stig á milli ára.
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR, hækkaði mest kvenna á listanum á sama tíma en hún bætti sig um 190 stig á milli ára. Næst á eftir kom Helena Árnadóttir, KR, sem bætti sig um 130 stig. Þá kom Emma Niznianska, BR, sem bætti við sig 67 stigum á milli ára.
Tólf aðrir karlar bættu við sig meira en 100 stigum á milli ára, sem eru mun fleiri en í fyrra. Sex þeirra bættu sig um meira en 150 stig. Þeir eru: Ísak Indriði Unnarsson, Víkingi (190 stig); Darian Adam Róbertsson Kinghorn, HK (186 stig); Dawid May-Majewski, BR (183 stig); Alexander Ivanov, BH (180 stig); Hergill Frosti Friðriksson, BH (175 stig) og Krystian May-Majewski, BR (165 stig).
Leiða má líkum að því að bróðurpartur þeirra sem hafa óbreyttan stigafjölda á styrkleikalista 1. júlí 2023 og 1. júní 2024 hafi ekki tekið þátt í mótum í einliðaleik keppnistímabilið 2023-2024.
Í viðhengjum er merkt við leikmenn, sem komu aftur inn á listann með gömul styrkleikastig og við þá nýju leikmenn, sem voru metnir inn á listann vegna árangurs á sínum fyrstu mótum. Sú merking er ekki tæmandi.
Sjá nánar í viðhengjum:
Karlar 2024-2023 samanburður
Konur 2024-2023 samanburður
Myndir úr myndasafni BTÍ.