Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Liða Inga Darvis komið í næst efstu deild

Um helgina urðu þau ánægjulegu tíðindi að liðið sem Ingi Darvis spilar með í Svíþjóð, Horreds BTK, náði þeim frækna árangri að komast upp í næst efstu deild í Svíþjóð eða Superettan. Eins og kunnugt er er borðtennis mjög hátt skrifaður í Svíþjóð og styrkleikinn mikill í efstu deildum.

Um helgina voru þrjú lið að keppa um tvö laus sæti í Superettan: Söderhamns, Horreds og Norrtulls. Söderhamn vann báða sína leiki, Horreds og Norrtulls gerðu jafntefli 5-5 og því var lokaleikurinn á móti Söderhamns úrslitaleikur um hvort Horreds næði betri úrslitum en Norrtulls gerði á móti Söderhamns.

Horreds náði tveimur einstaklingssigrum og tapaði 2-6 meðan Norrtulls tapaði 0-6 á móti Söderhamns. Ingi Darvis vann annan af sínum einstaklingsleikjum á móti liði Norrtulls og vann að auki tvíliðaleik.

Mikil gleði var í herbúðum Horreds BTK að lokinni keppni enda stór áfangi fyrir liðið að komast í næst efstu deild. Í mars varð liðið deildarmeistari í sænsku 1. deildinni eins og greint var frá í frétt.

Sjá má úrslit í einstaka leikjum á vef sænska Borðtennissambandsins. Einnig má fylgjast með liði Horreds BTK á Facebook síðu félagsins en þar má finna upptöku af leikjum.

Lið Horreds BTK fagnar sæti í Superettan

 

 

Aðrar fréttir