Lokamót BTÍ – nýjung í mótahaldi
BTÍ kynnir til leiks nýja mótaröð og nýtt mót; Lokamót BTÍ.
Fyrirkomulag mótsins er þannig að valin mót (sjá fyrir neðan) í meistaraflokki (og opnum flokki) á mótaskránni verða hluti af mótaröð þar sem leikmenn fá stig fyrir hversu langt þeir komast á mótinu. Efstu 8 karlar og efstu 8 konur í lok tímabilsins fá svo boð á Lokamót BTÍ sem verður haldið í lok tímabilsins í maí.
Veitt verða peningaverðlaun á lokamótinu, að lágmarki 30.000 kr, fyrir efsta sætið í karla- og kvennaflokki.
Sömuleiðis verða annars konar verðlaun veitt til allra 16 leikmanna sem leika á Lokamóti BTÍ. Annars konar verðlaun verða t.d. gjafabréf út að borða, vörur frá fyrirtækjum og fleira.
Mót sem eru hluti af mótaröðinni og veita stig inn á Lokamót BTÍ verða:
- Stórmót HK – 4. nóvember 2023
- KR Open – 25. – 26. nóvember 2023
- BH Open – 20. – 21. janúar 2024
- Styrkleikamót Víkings – 20.apríl 2024
Lokamótið sjálft verður svo haldið í maí, en nánari tímasetning og staðsetning verður auglýst síðar.
Fyrirkomulag mótaraðarinnar er þannig að:
- 1. sæti gefur 6 stig
- 2. sæti gefur 4 stig
- 3.-4. sæti gefur 2 stig
- 5.-8. sæti gefur 1 stig
Sá leikmaður sem safnar flestum stigum yfir tímabilið lendir í 1. sæti í mótaröðinni, sá sem safnar næst flestum stigum yfir tímabilið lendir í 2. sæti og svo framvegis. Ef tveir eða fleiri leikmenn enda með jafn mörg stig er röðin ákvörðuð með hlutkesti.
Efstu 8 leikmennirnir í mótaröðinni raðast svo í töflu þar sem 1. sæti leikur við 8. sæti, 2. sæti leikur við 7. sæti, 3. sæti leikur við 6. sæti og 4. sæti leikur við 5. sæti. Spilað verður með beinum útslætti á lokamótinu.
Dæmi: Segjum að þetta sé lokastaðan í mótaröðinni í lok allra móta:
- Rósa 17 stig
- Hugrún 12 stig
- Dóra 9 stig
- Ragga 8 stig
- Stína 6 stig
- Ása 5 stig
- Kolbrún 4 stig
- Gunna 3 stig
Þá raðast allir leikmenn í 8 manna töflu þannig að: