Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Mótin í Hafnarfirði um helgina

Loksins, loksins! Eftir eyðimerkurgöngu síðustu mánaða voru loksins haldin fyrstu mótin fyrir almenning síðan keppni var leyfð að nýju. Mótin fóru fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu, húsakynnum Borðtennisdeildar BH.

Á laugardaginn var haldið aldursflokkamót fyrir 18 ára og yngri. Þátttaka var með ágætum, 64 leikmenn, þar af margir sem tóku þátt á sínu fyrsta móti. Leikmenn skemmtu sér vel á mótinu. Ljóst er að það er grundvöllur fyrir fleiri viðburðum fyrir yngstu leikmennina okkar á næstu vikum.

Í dag, sunnudag, fór fram 2. flokksmót. Nýir leikmenn settu svip sinn á mótið og voru þrír af þeim átta leikmönnum sem komust lengst á mótinu að keppa á sínu fyrsta móti á Íslandi, og eru þeir hin velkomnasta viðbót í keppnishópinn. Keppt var um hvert einasta sæti á mótinu og er það von mótshaldara að allir hafi fengið nægju sína af keppni, að minnsta kosti þangað til næstu helgi þegar fleiri mót fara fram.

Öll úrslit úr mótum helgarinnar má finna á vef Tournament Software. Hér er að finna úrslit af aldursflokkamótinu og hér úrslitin af 2. flokksmótinu.

Aðrar fréttir