Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Nefndir BTÍ veturinn 2024-2025

Hinar þrjár hefðbundnu nefndir sem hafa starfað fyrir BTÍ undanfarin ár eru fullskipaðar fyrir veturinn. Markmið stjórnar hefur verið að hafa helst tvo úr stjórn og einn utanaðkomandi í hverri nefnd og tókst það í vetur. Þá vill stjórn líka gjarnan að nefndarmenn endurspegli fjölbreytileika hreyfingarinnar, svo sem með ólíkum félögum, aldri, kyni o.s.frv.

Mótanefnd:

Guðrún Gunnarsdóttir (formaður)
Sigurjón Ólafsson
Jón Gunnarsson

Jón tók við sæti Tómasar Inga Shelton sem stóð sig mjög vel í mótanefnd undanfarið ár og kann BTÍ honum þakkir fyrir. Mótanefnd sér um utanumhald mótadagatals BTÍ og svarar spurningum um skipulags- og vafaatriði því tengt. Hafa má samband á [email protected].

Útbreiðslunefnd:

Sigurgeir Ingi Eyvinds Þorkelsson (formaður)
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir
Már Wolfgang Mixa

Útbreiðslunefnd er skipuð sömu einstaklingum annað árið í röð.  Nefndin leggur áherslu á að hvetja til og styðja við stofnun nýrra borðtennisdeilda víða um land og að styðja við borðtennisfræðslu. Hafa má samband á [email protected] eða [email protected].

Landsliðsnefnd:

Jóhann Ingi Benediktsson
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir
Bjarni Þorgeir Bjarnason

Jóhann Ingi og Bjarni Þorgeir koma nýir inn í nefndina en út fór Ingimar Ingimarsson sem hefur lagt nefndinni lið til fjölda ára og kann BTÍ honum þakkir fyrir. Nefndin sér um samskipti við landsliðsþjálfarana tvo og styður við skipulagsmál landsliðs- og unglingalandsliðsverkefna. Hafa má samband á [email protected].

Aðrar fréttir