Sænski þjálfarinn Peter Nilsson er á landinu þessa helgi og þjálfar úrvalshópa karla, kvenna og unglinga um helgina í samstarfi við Borðtennissamband Íslands. ÁMU
HK fékk B-lið Víkings í heimsókn í 1. deild karla í 8. umferð deildarinnar í Kópavogi á miðvikudagskvöldið. Víkingur-B sigraði 4-0. Leik Víkings-A og Víkings-C, sem einnig átti að fara fram á miðvikudagskvöldið var frest...
8. umferð í 1. deild karla var á dagskrá í kvöld. Úrslit hafa borist úr einum leik, þar sem KR-A lagði Víking-D 4-0 í TBR-húsinu. Úrslit úr öðrum leikjum verða sett á vefinn þegar þau hafa borist. ÁMU
Þann 8. febrúar verður leikin 8. umferð í 1. deild karla. Í TBR-húsinu tekur Víkingur-D á móti KR-A og Víkingur-C leikur við Víking-A. Í Kópavogi tekur HK-A á móti Víkingi-B. ÁMU
Íslansmót BTÍ í liðakeppni 2012 fer fram í TBR-Íþróttahúsinu við Gnoðarvog helgina 11. – 12. febrúar 2012. § Keppt verður í barna og unglingaflokkum á laugardeginum og 2. deild karla á sunnudeginum.